Mér finnst alveg sjálfsagt að banna alla neikvæða umfjöllun um formenn sjálfstæðisflokksins fyrir kosningar eins og nú hefur verið gert. Það getur bara ruglað fólk. Allir hafa þeir verið drengir góðir og almennilegir við menn og málleysingja. Það er ekki við þá að sakast þó þeir lendi í einhverju óheppilegu af og til. Þannig er bara lífið. Hvað getur Bjarni Benediktsson gert við því þó hann hafi álpast fyrir helbera tilviljun til að færa milljónatugi í heimilisbókhaldinu í örugg skjól rétt fyrir Hrun á meðan aðrir voru ekki eins heppnir? Annað eins hefur nú gerst.
Það lenda allir í einhverju.