Er ekki tilvalið að ræða aðeins um Icesave núna í aðdraganda kosninga? Það mætti t.d. taka fyrir síðasta samninginn sem gerður var við Breta og Hollendinga, þennan sem aldrei var lagður fyrir þing eða þjóð. Þennan sem kostaði aukalega ríflega 50 milljarða króna umfram það sem áður hafði verið samið um. Samninginn sem tæmdi hverja einustu krónu úr tryggingasjóði innstæðueigenda. Samninginn sem gerður var af þeim Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni og Bjarna Benediktssyni og kom aldrei fyrir almenningssjónir.
Það er líklega um nóg annað að tala.