Ríkisstjórn sjálfstæðisflokks- og framsóknar samdi við erlenda kröfuhafa þannig að kröfuhafarnir afhentu ríkinu Íslandsbanka en héldu eftir Arion banka. Ríkið fékk á móti skuldabréf með veði í bankanum upp á 84 milljarða króna. Samkomulagið gerði síðan ráð fyrir að kröfuhafarnir fengju tíma næstu þrjú árin til að meta stöðuna og ákveða sjálfir framhaldið. Ríkið afsalaði sér þeim rétti.
Nú hafa kröfuhafarnir tekið þá ákvörðun að leysa ríkið út og taka bankann yfir. Það gera þeir vegna þess að þeir telja sig geta grætt enn meira en þeir hafa þegar gert á Íslandi.
Fyrir þetta fengu þeir Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson viðurkenningu frá 365 miðlum sem viðskiptamenn ársins 2015.