Þrjú forgangsmál ríkisstjórnarinnar og eitt til

Það er rétt hjá Kristjáni Þór Júlíussyni menntamálaráðherra að ríkisstjórnin setur menntamál ekki í forgang. En það er rangt hjá honum að forgangsmálin séu heilbrigðis- og velferðarmál. Forgangsmál ríkisstjórnarinnar má flokka í þrennt: lækka skattalækka skatta og lækka skatta . Og ef nefna má eitt mál til viðbótar þá væri það skattalækkun  .
Forgangsmál ríkisstjórnarinnar er því að draga úr tekjum ríkisins, láta innviði samfélagsins þannig morkna niður og draga helst allan mátt úr velferðar-, heilbrigðis- og menntakerfinu.
Allir flokkar sem eiga þingmenn á Alþingi voru tilbúnir til viðræðna við einhvern stjórnarflokkanna á þessum forsendum – nema Vinstri græn. Fyrir það fengu Vinstri græn bágt fyrir hjá mörgum sem hafa til þessa skilgreint sig á vinstri væng stjórnamálanna. Það fólk hafði uppi stór orð um forystu Vinstri grænna en hafði svo rangt fyrir sér eins og nú er komið í ljós .
Það er nú brýnna en nokkru sinni áður að koma ríkisstjórn hægriflokkanna frá, kjósa og skipta um kúrs.
Það gerist ekki án Vinstri grænna.

Mynd: Pressphoto.is