Það sem Óttarr meinti

„Það er bara spurning um peninga af því að allar hreyfingar í svona stóru kerfi kosta svo mikið. Þannig að þetta verður að gerast að einhverju leyti í bútum en planið er að setja einhvers konar X ára langa áætlun um hvernig við bara keyrum þetta kerfisbundið niður.“
Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra

Það sem Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra er raunverulega að segja er þetta:
Það  stendur ekki til að setja nýjar tekjur í heilbrigðiskerfið heldur að hreyfa peninga til innan kerfisins, frá einum stað til annars. Það er engin áætlun í gangi, ekkert plan heldur á að spila með heilbrigðiskerfið í bútum frá degi til dags.

Það er m.a. af þessum ástæðum afar brýnt að koma þessari grímulausu hægristjórn frá sem allra fyrst.
Allt pólitísk starf stjórnarandstöðunnar verður að miðast að því marki.