Það var sem mig grunaði að helgin yrði með rólegra móti á stjórnarheimilinu.
Það tíndist þó eitthvað til:
Páll Magnússon, þingmaður sjálfstæðisflokksins, segir að formaður flokksins hafi gert mistök við skipan í ráðherraembætti sem hann hljóti að lagfæra.
Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra segir að síðasta ríkisstjórn hafi keyrt heilbrigðiskerfið að þolmörkum. Hann segir að það verði að setja meiri peninga í kerfið en nefnir ekki hvaðan þeir peningar eigi að koma.
Birgir Ármannsson, þingflokksformaður sjálfstæðisflokksins, segir að ef sjálfstæðisflokkurinn fái ekki sitt fram við skipan í þingnefndir munu þeir knýja það í gegn með aðstoð Bjartrar framtíðar og Viðreisnar.
Jón Steinþór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, viðurkennir að flokkurinn hafi fallið frá kröfu sinni um þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB. Aðeins verði lögð fram tillaga um það í þinginu eftir þrjú ár sem óvíst er hvort náist fram.
Sjálfstæðismenn í Vestmanneyjum krefjast þess að Páll Magnússon og Ásmundur Friðriksson fái formennsku í því sem Eyjamönnum finnst mikilvægar þingnefndir.
Svo byrjar ný vika á morgun.