„Við erum í raun og veru að horfa á tímasprengju í heilbrigðiskerfinu þegar kemur að vaxandi sykurneyslu.“
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna
Í Kastljósi kvöldsins var rætt við tvo sérfræðinga um mikla sykurneyslu og hvernig draga má úr henni. Bæði vilja þau að lagður verði og voru undrandi á neikvæðri afstöðu margra stjórnmálamanna til skattlagningar sem lið í því að draga úr neyslu sykurs.
Laufey Steingrímsdóttir, prófessor í matvæla- og næringarfræði, er sömu skoðunar og bendir réttilega á að skattlagning sé áhrifarík leið til að hafa áhrif á og draga úr neyslu á sykri.
Samkvæmt trúarbrögðum hægrimanna er skattlagning alltaf vond. Sumir þeirra segja skatta vera ofbeldi .
En hvað segja stjórnmálamennirnir?
Í stuttri ræðu sinni árið 2009 tók Guðlaugur Þór Þórðarson, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, orðið „sykur“ sér í munn í einhverri mynd oftar en tuttugu sinnum og alltaf í þeim tilgangi að tala gegn sykurskatti. Merkileg ræða!
Haustið 2014 hélt Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra því fram að sykurskattur hefði engan veginn náð þeim tilgangi sem ætlað var og hafi aldrei verið líklegur til þess, því ætti að afnema hann. „Þetta var einfaldlega enn einn skatturinn á íslensk heimili, sem er tímabært að afnema,“ sagði Bjarni. Þetta reyndist rangt eins og svo margt annað.
Í umræðu um fylgifrumvörp fjárlagafrumvarps ríkisstjórnarinnar fyrir síðustu jól lýsti þingmaður Pírata því yfir að sá hópur hafi aldrei verið hrifinn af sykurskatti. Formaður Samfylkingarinnar var heldur ekki tilbúinn til að leggja þeim lið sem lögðu til að aftur yrði lagður á sykurskattur. Sömu sögu var að segja af Bjartri framtíð sem gagnrýndi jafnframt og lagðist gegn öllum tillögum um nýja tekjuöflun.
Hér er aðeins stiklað á stóru um afstöðu stjórnmálamanna til sykurskatts.
Með einni undantekningu, þ.e. Vinstri grænum, er ekki að sjá að nokkur stjórnmálaflokkur sé viljugur til að taka undir með þeim sérfræðingum sem vilja leggja á sykurskatt.
Það er ekki von á góðu.
Comments
Kristín Sigfúsdóttir
12. janúar 2017 - 17:17
Permalink
Satt að segja setur að manni hroll við að lesa sjtórnarsáttmálann. Eignatilfærsla frá ríki til einkavina gæti gengið mjög nærri almenningi síðar meir í skólagjöldum og sköttum. Heilbrigðismálin eru komin í hendur þess sem sér hagræðingu í útvistun verkefna. Einar Aðalsteinn Brynjólfsson virðist hafa skynjað stjórnarmyndunarviðræðurnar á allt annan hátt en félagar mínir í VG. Ég botna ekkert í þessum lýsingum á áhrifum þínum félagi Björn á stjórnarmyndunarviðræður á dögunum. Það endar nú þannig með sykurskattinn að landlækni og lýðheilsufólki verður ekki vært að starfa að settum markmiðum nema að sykurskattur verði notaður sem stýritæki. Ekki síst þegar einhver glæta verður hjá þjóðinni í því að stemma stigu við súrum tærandi drykkjum í plastflöskum sem skila sér beint út í lífkeðjuna í örlitlum ögnum sem eyðileggja eða sýkja lífverur. Sykuriðnaðurinn hlýtur að styrkja alla þessa þrjá sjálfstæðisflokka sem mynda Engeyjarsjórnina sem er bastarður að 1/3 Panamastjórn. Sykurskattur er nauðsynlegur og sýnir VG fólk enn einu sinni hversu framsýnt það er. Óþarfar kaloríur auka álag á vistkerfi heimsins og dýpka vistspor fólks á Íslandi svo um munar og finnst mér að Björt í Bjartri framtíð ætti að hugsa þetta í samhengi við orkusóun og álag á auðlindir. Henni er allavega illa við kíslilvinnslu, sem leiðir af sér til dæmis kísilflögur í sólarsellur. Sólarsellur spara ekkert smáræði kaldan bruna eldsneytis til orkuframleiðslu ( viðar, kola, taðs og þess sem brennur og inniheldur C eins og lífræn efni gera). Ekki svo að skilja að ég er hjartanlega sammála henni um að nóg sé aðgert í orkufrekum iðnaði og nær sé í framtíðinni að styrkja lítil og meðalstór fyrirtæki í framleiðslu, svo sem ræktun við jarðhita þar sem aðstæður eru góðar. Við skulum vona að tíminn líði og nýja ríkisstjórnin verði verkasmá í að koma upp fjölbreyttari rekstrarformum í heilbrigðis-og menntakerfinu.