Fokking ótrúlegt ...!

Bjarni Benediktsson, formaður sjálfstæðisflokksins, fékk umboð forseta Íslands til að mynda ríkisstjórn fyrstur formanna eftir kosningar. Hann valdi að reyna myndun ríkisstjórnar með Viðreisn og Bjartri framtíð. Það mistókst og forsetinn svipti hann umboðinu.
Bjarni Benediktsson átti í leynilegum viðræðum við Viðreisn og Bjarta framtíð um myndun ríkisstjórnar fyrir og yfir jólin. Hann lýsti því síðar yfir að hann vildi láta reyna aftur á stjórnarmyndun með þessum flokkum.
Bjarni fékk svo aftur fyrir áramót umboð forsetans til að mynda ríkisstjórn og lýsti því þá yfir að hann langaði til að vera forsætisráðherra. Hann valdi enn á ný að reyna stjórnarmyndun með Viðreisn og Bjartri framtíð.
Elliði Vignisson virðist ekki vera par ánægður með það hvernig formaður sjálfstæðisflokksins hefur spilað úr sínu og kennir Katrínu Jakobsdóttur um það.
Það er merkileg niðurstaða í ljósi þess að Bjarni Benediktsson hefur hið minnsta í þrígang haft tækifæri á að boða fólk til viðræðna og alltaf hringt í frænda sinn og ekki viljað tala við aðra.
Það er eiginlega alveg fokking ótrúlegt að Elliði Vignisson hafi ekki áttað sig á því.

Comments

Ásgrímur Jónasson's picture

Þegar ég var til sjós réðu menn vel við það að blóta á íslensku. Björn Valur er orðinn það lágmenningar ameríkusinnaður að hann verður að notast við Trumps blótið "fokking". Það skildi þó ekki vera að Bjarni hafi fengið stjórnarmyndunarumboðið á þennan veg vegna þess að Katrín hafi ekki ráðið við norðlenska karla, hagsmunabræður Elliða,  sem töldu sig eiga það stóran hlut í VG að Katrín yrði að beygja sig, sem hún gerði og þannig slegið möguleika að vinstri stjórn út af borðinu? Ef ég hef rétt fyrir mér, þá vil ég segja við Björn Val: Hættu í pólitík þú ræður ekki við það hlutverk. Farðu á sjóinn aftur og reyndu á læra að blóta á hreinni íslensku. Þá myndir þú sæma þér vel.