Það er talsverður misskilningur í gangi um eðli og umboð svo kallaðra starfsstjórna. Það gilda engin sérstök lög um starfsstjórnir umfram aðrar ríkisstjórnir. Starfsstjórnir starfa eins og allar aðrar ríkisstjórnir á grundvelli stjórnarskrár landsins og í umboði forseta. Starfsstjórnir geta gert allt það sem aðrar ríkisstjórnir geta og mega og ráðherrar þeirra sömuleiðis. Starfsstjórn sjálfstæðisflokks og framsóknar er í raun og veru ekkert annað en minnihluta stjórn sem þarf að semja um framgang sinna mála á þinginu. Reyndar má halda því fram að staða hennar hafi styrkst nokkuð við það að þingið er tekið til starfa. Þess ríkisstjórn getur allt eins setið til vors með óbreytt ráðherralið nema önnur sterkari leysi hana af hólmi.
Sem sagt: Ríkisstjórn sjálfstæðisflokks og framsóknar lifir enn góðu lífi og mun sitja áfram þar til önnur sterkari tekur við.