„Margir stjórnmálamenn vilja hvorki skilgreina sig til hægri né vinstri. Þá er hættan sú að þeir skili auðu þegar kemur að stóru úrlausnarefnunum framundan þar sem baráttan um auðlindir mun harðna og skipting gæðanna verður æ stærra viðfangsefni.“
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna.
Í byrjun árs lýstu Vinstri græn sig tilbúin til „að starfa með hverjum þeim stjórnmálaflokki sem vildi a) auka jöfnuð í samfélaginu með sanngjarnri dreifingu skattbyrði og réttlátu velferðarkerfi
b) byggja upp fjölbreytt atvinnulíf með sjálfbærni og hagsæld að leiðarljósi c) tryggja öruggt fé í uppbyggingu og rekstur heilbrigðis-, velferðar- og menntakerfis og jafnan aðgang allra“ – eins og segir í ályktun flokksráðs Vinstri grænna.
Í kosningabaráttunni í haust var þetta meginstefið í málflutningi frambjóðenda Vg um allt land. Jöfnuður, velferð, sjálfbærni.
Enginn stjórnmálamaður hefur talað af jafn mikilli ástríðu um mikilvægi jafnaðar og Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, jafnt innan þings sem utan. Fyrir það hefur hún áunnið sér virðingu og traust meðal þjóðarinnar og langt út fyrir raðir hreyfingarinnar.
Uppbygging og trygg fjármögnun heilbrigðis-, velferðar- og menntakerfisins og jafn aðgangur allra er algjört forgangsverkefni stjórnmálanna í dag.
Um það verðum við öll að sameinast.
Mynd: Pressphotos.is