Það er auðvitað mjög sérkennilegt þegar ráðherrar styðja ekki grundvallarmál eigin ríkisstjórnar. Í þessu tilfelli er það þó enn merkilegra að það nýtur ekki stuðnings meirihluta þingsins. Af 63 þingmönnum greiddu aðeins 29 þingmenn málinu atkvæði sitt. Það er um 46% stuðningur.
Þetta tvennt gerir það að verkum að ríkisfjármálaáætlun hægristjórnarinnar gildir aðeins fram að næstu kosningum og bindur ekki hendur nýs þings að neinu leyti.
Málið er ónýtt.