Við viljum …
„… afnema verðtryggingu á neytendalánum.“
„... endurskoða húsnæðiskerfið, auka fjölbreytni í búsetuformi og tryggja raunverulegt val í húsnæðismálum. Litið verði til norrænna fyrirmynda við endurskoðun húsnæðiskerfisins.“
Framsóknarflokkurinn 2013
„Í ályktunum flokksins um húsnæðismál hefur áherslan verið á að hver og einn búi við öryggi í samræmi við hóflegar þarfir hvers og eins og hafi raunverulegt val um búsetuform. Þetta hefur alltaf verið markmiðið og reynsla síðustu ára hefur sýnt okkur að séreignastefna getur ekki uppfyllt þessi markmið.“
Eygló Harðardóttir 2013
„Aðgerðin er liður í því að styrkja séreignarstefnu ...“
Framsóknarflokkurinn ágúst 2016
„Þetta er mjög mikilvægt skref. Við höfum kallað þetta áfangasigur …“
Eygló Harðardóttir ágúst 2016
„Stefna Sjálfstæðisflokksins í húsnæðismálum er séreignarstefna …”
Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingflokksformaður sjálfstæðisflokksins
„Það er ekki hægt að segja að við séum að fara í einfalt afnám verðtryggingar. Það get ég ekki sagt. Ég hef aldrei talað fyrir því að á Íslandi verði hægt, með einu pennastriki, að afnema verðtryggingu.“
Bjarni Benediktsson ágúst 2016
Samkvæmt þessum tilvitninum er ljóst að sjálfstæðisflokkurinn hefur tekið samstarfsflokkinn sinn í nefið í kjölfar Panamahneykslisins og snýtt honum út úr sér í Hörpunni í dag.
Niðurlæging framsóknarflokksins er algjör.
Mynd: Pressphoto.biz