Margir virðast telja að lítið hafi skilið á milli Guðna Th Jóhannessonar og Höllu Tómasdóttur í forsetakosningunum. Jafnvel svo lítið að Halla hafi ekki þurft nema nokkra daga í viðbót til að vinna þann mun upp.
En þetta stenst enga skoðun.
Í fyrsta lagi þá tilkynnti Halla um framboð sitt tæpum þrem vikum á undan Guðna og hafði því talsvert forskot á hann hvað það varðar sem nýttist henni ekki.
Í öðru lagi fékk Halla um 20 þúsund atkvæðum færri en Guðni í kosningunum.
Í þriðja lagi hefði hún þurft að bæta við sig um 40% fylgi til að ná Guðna að því gefnu að hann stæði í stað á meðan.
Sigur Guðna Th Jóhannessonar var því mjög öruggur þótt hann yrði ekki jafnt stór og spáð hafði verið.