Þrír formenn og bankastjóri sæta rannsókn

Fyrir þá sem enn efast um að pólitísk spilling á Íslandi sé bundin hægriflokkunum tveimur órjúfanlegum böndum má benda á eftirfarandi:
Nú þegar ákveðið hefur verið að rannsaka á aðkomu erlendra fjármálastofnana að einkavæðingu bankanna mun sú rannsókn m.a. snúast um embættisfærslur og störf þriggja fyrrverandi formanna þessara flokka auk þingmanna þeirra.

Davíð Oddsson, fyrrverandi formaður sjálfstæðisflokksins, sem bar ábyrgð á einkvæðingu allra bankanna sem forsætisráðherra (nú forsetaframbjóðandi)
Geir H Haarde, fyrrverandi formaður sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, sem hafði  umsjón með einkavæðingu allra bankanna fyrir hönd ríkissjóðs (nú sendiherra Íslands í Washington)
Valgerður Sverrisdóttir, fyrrverandi formaður framsóknarflokksins og sá viðskiptaráðherra sem hafði umsjón með sölu bankanna (rekur fyrirtæki í ferðaþjónustu)
Finnur Ingólfsson, fyrrverandi formaður þingflokkks framsóknarflokksins og bankastjóri Seðlabanka Ísland (nú fjárfestir/athafnamaður)

 

Comments

Sveinn Hansson's picture

Finnur Ingólfsson var líka varaformaður framsóknar.