Að drepast úr leiðindum

 Það ríkir almennt mikið andleysi í íslenskum stjórnmálum. Það endurspeglast ekki síst í því að helstu viðmælendur og álitsgjafar um pólitík eru fyrrverandi formenn stjórnmálaflokka eða fyrrverandi áhrifamenn í íslenskum stjórnmálum. Dæmi um það eru fyrrverandi formennirnir Þorsteinn Pálsson, Jón Baldvin Hannibalsson og Guðni Ágústsson og ritstjórinn Styrmir Gunnarsson. Formennirnir eiga það sameiginlegt að teljast seint til pólitískra afreksmanna eða hafa skilið mikið eftir sig á löngum pólitískum ferli. Ritstjórinn hefur viðurkennt að hafa stundað njósnir um samborgara sína, m.a. fyrir erlend ríki. Allir koma þeir af hægri væng stjórnmálanna og er hampað reglubundið í fjölmiðlum af sama væng.
Enginn þeirra hefur neitt nýtt fram að færa. Þeir eru þekkt stærð. Þeir eru ekki framtíðin.
Þetta þarf að breytast ef við ætlum ekki að drepa okkur úr leiðindum.