Niðurlægjandi staða

 Þessi uppákoma sýnir betur en flest annað hvers konar ógöngur við erum komin í með stjórnskipan landsins. Ólafur Ragnar Grímsson hefur tekið sér vald sem ekki nokkur maður á að hafa í lýðræðis- og þingræðisríki. Það er undir honum einum komið hver örlög stórra mála verða. Það fer eftir því hvað forsetanum finnst um þau. Afdrif mála ráðast af afstöðu Ólafs Ragnars til þeirra og hvort hann telji þau vera meiriháttar eða minniháttar. Í áskorun tugþúsunda kjósenda til forsetans felst í raun yfirlýsing þeirra um að færa honum vald sem hann á ekki.
Þetta er niðurlægjandi staða fyrir okkur öll og alfarið á ábyrgð forseta Íslands.