Enn hatast framsóknarmenn út í opinbera starfsmenn

Framsóknarmenn hatast mjög út í opinbera starfsmenn og leiðist ekki að gera lítið úr störfum þeirra. Um það eru átakanleg dæmi. Nú síðast fullyrðir einn forystumanna flokksins á þingi að starfsfólk Ríkiskaupa sé spillt og hugi fyrst og síðast að persónulegum hagsmunum í störfum sínum fyrir íslenska ríkið.
Kosturinn við þessa yfirlýsingu framsóknarmannsins er að það á að vera nokkuð auðvelt að kanna sannsleiksgildi hennar.
Hér eru nokkrar leiðir til þess:
1. Góður fréttamaður gæti sent Ríkiskaupum eða starfsfólki fyrirspurn um utanlandsferðir og ferðafríðindi starfsfólks stofnunarinnar, bæði á vegum stofnunarinnar og á eigin vegum. Hér er listi yfir starfsfólk Ríkiskaupa sem er sama fólkið og þingmaðurinn sakar um spillingu.
2. Ríkiskaup heyra lögum samkvæmt undir fjármálaráðuneytið. Góður fréttamaður gæti sent fjármálaráðherra fyrirspurn um álit hans á yfirlýsingu framsóknarmannsins og hvort hann sé á sama máli.
3. Góður fréttamaður gæti sent fjármálaráðuneytinu fyrirspurn um utanlandsferðir starfsfólks ráðuneytisins og hvort hann telji að starfsfólkið tefji vinnu stjórnvalda við útboð á flugferðum opinberra starfsmanna. Í leiðinni mætti spyrja um ferðalög ráðherra og starfsfólks á eigin vegum og hvort það sé að misnota aðstöðu sína eins og þingmaður framsóknarflokksins heldur fram að það geri.
Þar til svör berast vitum við hin ekki betur en það sem þegar er staðfest og opinbert:
Engir eru duglegri við að ferðast og njóta opinberra ferðafríðinda en þingmenn og ráðherrar framsóknarflokksins.
Nema það sé misskilningur.