Það þarf að kjósa

 Það er í sjálfu sér eðlilegt að þjóð fái af og til yfir sig vonda ríkisstjórn og stjórnmálamenn sem ráða illa við starf sitt. Þannig er nú bara lífið. En það hlýtur að vera rannsóknarefni að svo stuttu eftir að nánast allt hrundi til grunna á Íslandi hafi jafn vond ríkisstjórn komist til valda og ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Það er eins og ríkisstjórnarflokkunum tveimur (sem þó eru nánast einn og hinn sami) takist aldrei vel upp í neinu sem þeir gera. Það er eins og þing- og ráðherralið þessara flokka setji sig út til að valda usla og óánægju í samfélaginu. Grímulaus hagsmunagæsla og ofu trú á hugmyndafræðina sem skolaði niður um holræsi stjórnmálanna haustið 2008 virðist hafa blindað fólkið sem stjórnar landinu. Það er eins og það greini ekki lengur muninn á réttu og röngu, veruleika og draumsýnar. 
Umrótið og ólgan í samfélaginu á sér tæpast fordæmi.
Þessu verður að fara að linna.
Það þarf að kjósa.