Rétt áður en ríkisstjórn hægriflokkanna lagði fram fyrsta fjárlagafrumvarp sitt sagði Björn Zoëga, þáverandi forstjóri Landspítalans, upp störfum. Hann sagðist ekki ætla að verða sá sem leiddi spítalann fram af þeirri bjargbrún sem hann sá framundan eftir að hafa heyrt frá fyrstu hendi hver áform ríkisstjórnarinnar voru varðandi spítalann.
Núna, tæpum tveimur árum síðar, vitum við hvað það var sem Björn Zoëga var þá að vara við. Það er ekki nóg með að Landspítalinn sé á heljarþröm, heldur er á þessum tíma búið að keyra heilbrigðiskerfið meira og minna allt í fullkomna klessu. Það hlýtur að vera heimsmet í einhverjum skilningi.
Það er þjóðarskömm að þeim stjórnmálamönnum sem grafa þannig undan heilbrigðiskerfinu að það er beinlínis orðið hættulegt veiku fólki að liggja á spítala. Þannig stjórnmálamönnum þarf að koma frá völdum sem fyrst og búa síðan þannig um hnútana að þeir komist aldrei, aldrei aftur í aðstöðu til að valda okkur tjóni.
Er það til of mikils mælst?