Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að nái kröfur launþega fram jafngildi það því að hann þurfi að biðja Seðlabankann um að hækka vexti: „Það væri, eins og ég hef áður sagt, jafngildi þess að biðja mig um að skrifa bréf til Seðlabankans og fara fram á vaxtahækkun.“
Hvað heldur maðurinn að hann sé?
Lögum samkvæmt er það sérstök peningastefnunefnd sem ákvarðar vexti í landinu. Fjallað er um hlutverk peningastefnunefndar í 4.gr. laganna. Þar segir m.a.: „Ákvarðanir peningastefnunefndar skulu grundvallast á markmiðum bankans og vönduðu mati á ástandi og horfum í efnahags- og peningamálum og fjármálastöðugleika.“
Vextir í landinu hækka því hvorki né lækka samkvæmt óskum eða bréfum frá Bjarna Benediktssyni. Þar ræður fyrst og síðast faglegt mat á aðstæðum en ekki pólitískar æfingar stjórnvalda hverju sinni. Það er hins vegar spurning hvort Bjarni Benediktsson hafi sent peningastefnunefnd erindi til að reyna að hafa áhrif á ákvarðanir hennar. Getur það verið?
Mér finnast þessi bjánalegu orð hans reyndar bera þess merki.
Kannski spyr hann einhver?
Kannski ekki?
Mynd: Pressphotos.biz