Það er hárrétt hjá Svandísi Svavarsdóttur að velta upp spurningu um hvort og þá hverra hagsmuna Jón Gunnarsson gætir á Alþingi. Jón var styrktur til þings af mörgum öflugum fyrirtækjum og hefur helst beitt sér fyrir málum þeim tengdum. Þekkt dæmi eru um að Jón hafi beitt sér í þágu þeirra sem styrktu hann og ekki ólíklegt að þau séu fleiri. Það er því fullkomlega eðlilegt að upp komi spurningar um hagsmunagæslu Jóns og reyndar fleiri þingmanna sem svipað er ástatt um.
Jón Gunnarsson er dæmigerður frekjukarla-stjórnmálamaður og lætur sig hvorki varða um heiður sinn né æru þegar sá gállinn er á honum.
Sem er býsna oft.