Atkvæðagreiðsla um mál á Alþingi fer fram eftir að um þau hefur verið fjallað í nefndum þingsins og þau undirbúin til endanlegrar afgreiðslu á þinginu sjálfu. Mál taka oft breytingum í nefndum og því er nefndarvinnan afar mikilvæg og getur ráðið úrslitum um niðurstöður mála. Atkvæðagreiðsla er oftar en ekki staðfesting á niðurstöðu meirihluta þingnefndar um hvernig málum eigi að ljúka
Yfirlýsing þingmanns framsóknarflokksins um að hann muni ekki greiða atkvæði um mál honum tengt skiptir því litlu máli um endanlega niðurstöðu. Vilji þingmaðurinn eyða öllum vafa um óeðlileg hagsmunatengsl á hann að segja sig frá málinu öllu, nefndarvinnu sem og atkvæðagreiðslum.
Annað er markleysa.