Harðsnúinn hægrimaður og ágætur í samskiptum

Það er ótrúlega auðvelt að vera andsnúinn Illuga Gunnarssyni í stjórnmálum, jafn mikill hægrimaður og hann er. Hann er mikill málafylgjumaður, rökfastur og trúr sinni pólitísku sannfæringu sem hann gefur sjaldan afslátt af. Illugi stendur framar formanni Sjálfstæðisflokknum á flestum sviðum sem stjórnmálamaður að mínu mati.
Það er líka auðvelt að láta sér líka vel við hann. Hann er almennt góður í samskiptum, sanngjarn í pólitísku þrasi, (með eðlilegum undantekningum þó) og leggur gjarnan áherslu á að skilja í sátt við pólitíska andstæðinga sína.
Þannig kynni hef ég í það minnsta af honum.
Illugi ákvað að víkja af Alþingi um tíma eftir að skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis kom út 2010. Það gerði hann vegna athugasemda sem gerðar voru í skýrslunni við störf hans fyrir Glitni í aðdraganda Hrunsins. Þar breytti Illugi rétt.
Illugi Gunnarsson hlýtur að vera að íhuga það alvarlega nú að víkja aftur sæti.
Annað væri úr karakter.