MMR birti nýlega niðurstöður skoðanakönnunar á trausti almennings til stjórnmálamanna. Spurt var hversu mikið eða lítið traust viðkomandi ber til formanna stjórnmálaflokkanna og forseta Íslands. Oft er það þannig í slíkum könnunum að ekki munar miklu á því hvort almenningur ber mikið eða lítið traust til ákveðinna aðila, þ.e. þeir sem skora hæst eru oft líka þeir sem eru með lægsta skorið. Þetta er þó ekki algilt.
Þegar skoðað er hver „nettó“ niðurstaða MMR könnunarinnar er, þ.e. þeir sem er treyst frekar eða mjög mikið að frádregnum þeim sem treyst er frekar eða mjög lítið kemur eftirfarandi í ljós:
Katrín Jakobsdóttir nýtur mests trausts allra íslenskra stjórnmálamanna. Eftir henni kemur forsetinn og þar á eftir Dagur B. Eggertsson. Langminnst traust er borið til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, næst minnst til Árna Páls Árnasonar og rétt ofan við hann með þriðja minnsta traust allra er Bjarni Benediktsson.
Annars skýrir myndin sig sjálf.