Skál í boðinu!

Samkvæmt því sem fram kom í viðtali við Sigurð Inga Jóhannsson á RÚV í kvöld stendur til að innheimta að hámarki 1,5 milljarð á ári næstu sex árin fyrir aflaheimildir í makríl. Ráðherrann segir þetta verð „inngöngugjald“ sem útgerðin verði látin borga gegn varanlegri úthlutun í makríl.
Sjá má á vef Fiskistofu að verðmæti makríls er 41% af verðmæti þorsks. Á vef Hagstofunnar má svo sjá að útflutningsverðmæti makríls á síðasta ári var 22 milljarðar króna. Miðað við það verður aflaverðmæti makríls næstu 6 árinum 120 - 130 milljarðar. Inngöngugjaldið á móti þeim tekjum verður þá að hámarki 9 milljarðar eins og fram kom hjá ráðherranum í kvöld.
Samkvæmt þessu mun útgerðin greiða samtals að hámarki 9 milljarða af 120 – 130 milljarða tekjum næstu 6 árin gegn því að fá makrílnum úthlutað varanlega.
Skál í boðinu!