Um gildi þingmála

Björg Thorarensen lagaprófessor segir að ríkisstjórnir séu ekki bundnar af ályktunum fyrri þinga. Sé það rétt, þýðir það þá væntanlega að þingsályktanir missa árlega gildi sitt þar sem nýtt númerað þing er sett á hverju hausti. Núverandi þing er t.d. númer 144 og þingið sem samþykkti ályktunina um umsókn að ESB var númer 137.
Samkvæmt skýringu Bjargar er ríkisstjórnin ekki bundin af neinni þingsályktun frá eldri þingum en því sem nú er starfandi. Hér er t.d. listi yfir ályktanir þingsins allt frá árinu 1988. Eldri ályktanir má finna í öðru formi í skjalasafni þingsins.
Svo er hér ein sem væri bréfsefnis virði.
Það er af nógu að taka ef út í það er farið.