Díllinn

Framsóknarmenn mynduðu ágreining við sjálfstæðisflokkinn í vetur um sjávarútvegsmál. Það gerðu þeir með því að leggja fram í ríkisstjórn lagafrumvarp þar sem kveðið var á um tímabundna úthlutun aflaheimilda og um stjórnarskrárbundið ákvæði um að auðlindir sjávar væru þjóðareign. Á þetta gátu sjálfstæðismenn ekki fallist frekar en áður. Báðir flokkarnir vita sem er að það er líklega meirihluti fyrir þessum breytingum á Alþingi.
Framsóknarmenn drógu frumvarpið til baka, tiltölulega átakalaust en gegn gjaldi sem nú hefur verið opinberað. Þeir fórnuðu sem sagt þjóðareign á auðlindum sjávar fyrir viðræðuslit við ESB.
Og létu formann sjálfstæðisflokksins verja það.
Það mætti segja mér að það verði heldur súr stemning í þingveislunni í kvöld!