Hvergi nema á Íslandi?

 Fyrrum valdamaður í íslensku samfélagi til áratuga hefur gengist við því að hafa njósnað um samlanda sína. Gengist við er kannski ekki rétta hugtakið þar sem maðurinn opinberaði glæpinn sjálfur og óumbeðinn. Enda „hafði hann aldrei efasemdir um að hann gerði rétt með þessu“. Í flestum löndum eru þeir sem hafa verið uppvísir að slíkri framkomu gagnvart samlöndum sínum og föðurlandi fyrirlitnir og smáðir.
En ekki á Íslandi.
Íslenskir fjölmiðlar vitna nánast daglega til svikarans rétt eins og um mikinn heiðursmann sé að ræða. Og Sjónvarpið lætur sem um djúpan, pólitískan sérfræðing sé að ræða í þætti sem hann hefur umsjón með ásamt öðrum þegar í rauninni er um að ræða ómerkilegan njósnara.
Þetta getur tæplega gerst annars staðar en á Íslandi.
Eða hvað?