HB-Grandi hefur skilað lokauppgjöri vegna ársins 2014. Í stuttu máli má segja að um frábært ár hafi verið að ræða hjá fyrirtækinu þó hagnaður dragist saman frá árinu 2013. Fyrirtækið skilaði á árinu 2014 hagnaði upp á 5,6 milljörðum króna á árinu og EBITDA ársins var 7,7 milljarðar. Heildartekjur HB-Granda á árinu 2014 voru um 33 milljarðar. Launagreiðslur HB-Granda námu nærri 10 milljörðum á árinu en veiðigjöldin lækkuðu hins vegar um 35% á milli ára, úr u.þ.b. 1,8 milljörðum árið 2013 í 1,1 milljarða 2014 (sjá skýringu 7). Stjórn félagsins leggur til að greiddur verði arður upp á 2,7 milljarða króna.
Sem sagt: Aldeilis frábært ár hjá HB-Granda!