Hvers vegna eru allir svona rólegir?

 Þau enduðu síðasta ár á því að afnema auðlegðarskatt og hækka skatt á matvæli. Þar áður höfðu þau í tvígang lækkað veiðigjöld og stefna á frekari lækkanir á þessu ári. Þau eru farin að grípa til falsana til að létta sér verkið að rústa rammaáætlun. Þau ætla að leggja sérstakan skatt á landsmenn fyrir að njóta íslenskrar náttúru, þjóðgarða og svæða sem áður hefur verið litið á sem sameign okkar og við ættum að geta farið gjaldfrjáls um. Þau ætla að fækka valmöguleikum okkar með því að draga til baka umsókn um aðild að ESB í andstöðu við meirihluta þjóðarinnar. Þau ætla svo að gera gengistryggð lán lögleg og grípa til aðgerða sem munu þyngja greiðslubyrði og gera fólki með meðal- og litlar tekjur nánast ómögulegt að eignast íbúð.
Hér er aðeins fátt eitt til talið.
Spurningin er: Hvers vegna eru allir svona rólegir?