Damage control

 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur lýst því yfir að til greina komi að koma skattsvikurum undan refsingu. Það á þó aðeins við um þá sem gerst hafa stórtækir á því sviði og að því gefnu að þeir greiði skattinn sem þeir reyndu að stela og lofi því að gera þetta aldrei aftur. Bjarni hreytti síðan ónotum í skattrannsóknarstjóra vegna hugsanlegra kaupa á gögnum sem gætu upplýst um stórfelld skattsvik íslenskra auðmanna. Viðbrögð almennings létu ekki á sér standa og flestum fannst formaður sjálfstæðisflokksins hafa bæði sýnt dómgreindarleysi og hroka með yfirlýsingum sínum. Ljóst var að þingið myndi taka málið í sínar hendur á næstu dögum ef ekki yrði breyting á.
Þá var gripið til þess að reyna að lágmarka tjónið að hætti hússins.
Það gekk síðast.