Ásmundur Friðriksson þáði boð Félags múslima á Íslandi vegna niðrandi ummæla sinna í þeirra garð. Á Ásmundi mátti skilja að fundurinn hafi verið haldinn til að ræða öryggismál þjóðarinnar og hann hafi fundið óvænta bandamenn um þau mál hjá félagi múslima á Íslandi. Hefur öryggi Íslands verið ógnað af múslimum á Íslandi? Ef svo er, þá hvernig og hvenær? Hvað með þau sem stofnað hafa haturssíður á netinu gegn múslimum og þau sem halda úti öðrum hatursáróðri gegn trúarbrögðum? Hvað með þau sem skildu eftir svínshöfuð á lóð múslima í Sogamýri? Ætlar þingmaður sjálfstæðisflokksins að hitta þetta lið til að ræða öryggi Íslands?
Það er mikil einföldun að ætla að hugmyndir Ásmundar Friðrikssonar hafi orðið til í höfðinu á honum eða öðru tómarúmi. Þær eiga sér stuðning í baklandi þingmannsins og víðar í þjóðfélaginu.
Þess vegna er þeim slengt fram.