DV - af sem áður var

Fjármálaráðherra sagðist í dag ætla að herða enn frekar á brauðmolakenningunni með því að lækka skatta á tekjuhæstu hópana.
Sami ráðherra hótar að slíta viðræðum vegna umsóknar Íslands að ESB.
Innanríkisráðherra rassskellti samflokksmann sinn vegna rassískra ummæla hans.
Forsætisráðherra kvartar yfir því að verið sé að þrengja möguleika á því að ræða um bakgrunnskoðun á fólki út frá trúarbrögðum.
Umhverfisráðherra skandaliserar í Kastljósinu.
Sjónarmið sjötugra eru sögð ríkja hjá hægriflokkunum við stjórn landsins.
Hægri öfgasamtök ná fótfestu á Íslandi enda búið að róta upp jarðvegi fyrir þau.

Þá er þetta forsíðan á DV …
Það er af sem áður var.