Snillingunum hefur mistekist herfilega

Hagstofan gaf í morgun út tölur um vöruskipti í desember 2014. Samkvæmt þeim voru vöruskipti við útlönd 7,3 milljarðar í plús í síðasta mánuði ársins. Fyrstu 11 mánuði ársins voru vöruskiptin neikvæð um 1,7 milljarða þannig að niðurstaða ársins var um 5,5 milljarðar í plús. Þetta er minnsti afgangur í vöruskiptum við útlönd síðan fyrir Hrun (sjá mynd) sem er mikið áhyggjuefni ofan í allt annað. Hagvöxtur er langt undir væntingum, vöruskipti við útlönd við núllið og fátt ef nokkuð sem bendir til bata.
Snillingunum hefur mistekist herfilega.