Kirkjan og auðmenn

Forsætisráðherra ríkisstjórnar hægriflokkanna segir að unnið sé að samkomulagi við kirkjuna um að endurgreiða henni niðurskurð í ríkisframlögum frá Hruni. Hann segir kirkjuna hafa gefið talsvert eftir af því fjármagni sem hún „hefur átt tilkall til“. Sömuleiðis hafi hún staðið sig svo vel að undanförnu að hún eigi skilið að fá fulla leiðréttingu á Hruninu. Sama ríkisstjórn aflagði um áramótin sérstakan skatt á auðmenn upp á 8-10 milljarða króna og hafði þar á undan lækkað veiðigjöld um marga milljarða.
Mér vitanlega standa ekki yfir samningaviðræður við öryrkja, aldraða, sjúka, lækna, menntastofnanir, sjúkrahús, launafólk eða almenning í landinu um fulla endurgreiðslu á tjóninu sem Hrunið olli.
Líkt og fyrr á öldum eru það kirkjan og auðmenn sem eiga hug stjórnvalda allan.