Ár upplausnar

Það er stundum sagt í kaldhæðni að þjóðin eigi skilið það sem hún fær í kjölfar kosninga. Engin þjóð á þó skilið það sem íslenska þjóðin hefur mátt búa við frá vorinu 2013. Aukin misskipting og ójöfnuður er versta afleiðing af stjórnarstefnu sjálfstæðis- og framsóknarmanna. Misskipting gæða, tekna og aðgangs að mennta- og velferðarkerfi mun alltaf leiða til ills. Ísland verður engin undantekning á því svo lengi sem ríkisstjórn hægriflokkanna fer sínu fram.
Árið 2014 var ár upplausnar.