Yfirlýsing Vilhjálms Bjarnasonar um að það sé „öllum til hagsbóta að hinir efnaminni kaupi notuð heimilstæki af hinum efnameiri“ er dýpri og merkingarmeiri en ætla mætti við fyrstu sýn.
Í fyrsta lagi felst í henni viðurkenning á því að aðgerðir hægristjórnarinnar hafi það að markmiði að létta undir með hinum efnameiri.
Í öðru lagi felst í henni viðurkenning á því að það markmið hafi náðst.
Í þriðja lagi felst í orðum Vilhjálms viðurkenning á því að bilið á milli efnameira fólks og hinna sé að aukast enda felst það í raun í markmiðinu sjálfu.
Í fjórða lagi vitnar yfirlýsing Vilhjálms um að ríkisstjórnin og fylgismenn hennar hafi ekki enn gefist upp á löngu úreltri brauðmolahagfræði.
Í fimmta lagi má af þessum orðum Vilhjálms ráða hvernig umræðan er í ríkisstjórnarflokkunum um afleiðingar efnahagsstefnu þeirra.
Vilhjálmur Bjarnason hefur veitt okkur ágæta sýn inn í hugarheim þingliðs ríkisstjórnarflokkanna.
Það má hrósa honum fyrir það.