Fjarvistar assistant

Eins og kunnugt er var forsætisráðherra fjarverandi við umræður og atkvæðagreiðslu um mikilvægasta frumvarp ríkisstjórnarinnar, fjárlagafrumvarpið.  Þó svo að ráðherrann sé með sjö aðstoðarmenn á sínum snærum virðist enginn þeirra hafa þann starfa að tilkynna um tíðar fjarvistir ráðherrans. Sem hlýtur þó að vera verðugt starf og full staða fyrir hraustan mann.
Það kæmi því ekki á óvart að þeim áttunda yrði bætt við fljótlega, nokkurs konar fjarvistarassistant.
Skál fyrir því!