Ríkisstjórn upplausnar og spillingar

Ríkisstjórn hægriflokkanna á Íslandi er vond ríkisstjórn. Hún elur á sundrungu og upplausn í stað þess að sameina. Hún er spillt og ráðherrar hennar misbeita valdi sínu þegar þeim sýnist. Ríkisstjórnin hyglir þeim ríku og fyrirtækjum á kostnað almenns launafólks. Þinglið hennar gengur óhikað erinda fyrirtækja sem hafa kostað þá til þings og það setur sérhagsmuni framar almannahagsmunum. Efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar hafa þegar leitt til stöðnunar og snúið jákvæðri þróun síðustu ára til neikvæðrar.
Það er af mörgu að taka ef út í það er farið og allt leiðir að einu:
Þessi ríkisstjórn verður að fara frá áður en hún veldur meiri skaða en orðið er.