Hagstofan birti í morgun tölur um landsframleiðslu á þriðja ársfjórðung yfirstandandi árs sem eru heldur skuggalegar og úr takti við allar spár um hagvöxt á árinu. Landsframleiðsla á þriðja ársfjórðungi 2014 dróst saman um 0,2% (-0,2%) frá sama fjórðungi síðasta árs og hefur aðeins aukist um 0,5% á fyrstu níu mánuðum ársins á meðan þjóðarútgjöld vaxa um 3%. Einkaneysla sem hefur haldið hagvextinum á floti, dregst mikið saman og mælist nú -0,5% og nemur 2,8% á fyrstu þrem ársfjórðungum ársins sem er langt undir því sem ætlað var.
Allt eru þetta vondar fréttir og í engu samræmi við spár eða orðræðu stjórnvalda. Það sem verst er þó er að þetta eru vísbendingar um stöðnum og versnandi lífskjör almennings í náinni framtíð.
Snillingarnir virðast vera að missa tökin - aftur.