Fyrir þrem dögum skrifaði ég þennan pistil og reyndist nokkuð sannspár.
Bjarni Benediktsson formaður sjálfstæðisflokksins segist hafa boðið Einar Kristni Guðfinnssyni ráðherraembætti sama dag og Hanna Birna hætti en Einar hafi ekki viljað það. Síðan eru liðnar nærri tvær vikur. Einar var eini þingmaðurinn sjálfstæðisflokksins sem fékk slíkt boð og því ljóst að enginn annar úr þeim hópi hefur komið til greina sem ráðherra af hálfu formannsins þó hann hafi látið annað uppi við þá og haldið þeim volgum fram á síðustu mínútu.
Skipan Ólafar Nordal í ráðherraembætti er augljós biðleikur af hálfu Bjarna Benediktssonar formanns sjálfstæðisflokksins þar til betri og varanlegri lausn finnst. Ákvörðunin undirstrikar einnig enn og aftur hversu slakur formaður Bjarni er og hikandi í ákvörðunum.
Það mætti segja mér andrúmsloftið í þingflokki sjálfstæðisflokksins sé súrara í dag en í gær.