Árhundruðum saman hafa Íslendingar getað notið náttúru landsins án þess að þurfa að greiða fyrir það sérstaklega. Um þetta hefur verið ágætis sátt meðal þjóðarinnar. Þá gerist það í upphafi 21. aldar að stjórnmálaflokkur sem markaðssetur sig sem frjálslyndan ákveður að skylda landsmenn til að kaupa sérstakan passa, náttúrupassa, vilji fólk á annað borð njóta þess sem landið býður upp á. Sérstök sveit fólks, óeinkennisklædd Náttúrulögga á að fylgjast með því fyrir hönd stjórnvalda að landsmenn gerist ekki brotlegir með því að horfa og njóta íslenskrar náttúru ókeypis. Fólk getur átt von á því að þurfa að reiða passann fram hvenær og hvar sem er og hvert sem leiðin kann að liggja . Náttúrlögga Ragnheiðar getur verið hvar sem er, konan á tjaldsvæðinu, karlinn í sjoppunni eða eftirlitsmyndavélin í bankanum.
Það er eins gott að borga.