EFTA dómstólinn sendi í dag út það álit sitt að Íslenskir verðtryggðir lánasamningar standist ekki ákvæði ESB um neytendalán. Líklegt er talið að lántakendum verði endurgreiddur að fullu kostnaðurinn sem á þá hefur fallið vegna þess.
Framsóknarflokkurinn segir að svo kölluð leiðrétting sé nú komin til framkvæmda án þess þó að nokkur hafi orðið var við það. „Leiðréttingin“ á að sögn framsóknarmanna að bæta lántakendum verðbætur sem lagst hafa ofan á lán þeirra, sömu verðbætur sem þeir fá líklega endurgreiddar miðað við álit EFTA dómstólsins í dag.
Forsætisráðherra talaði til þjóðarinnar á laugardaginn.