Í stuttu máli:
- Það er ekki álit EFTA að verðtrygging á lán sé ólögleg heldur að það þurfi að gera lántakendum grein fyrir hugsanlegum áhrifum verðtryggingarinnar.
- Ekki má gera ráð fyrir 0% verðbótum á lán, þ.e. lánveitandi verður að upplýsa lántakanda um að lánið gæti og muni fylgja þeirri vísitölu sem það er bundið við.
- Ef íslenskir dómstólar fallast á þetta álit (sem er afar líklegt) þarf að endurreikna alla verðtryggða samninga þar sem sannað er að lántaki hafi ekki verið upplýstur um eða hafi ekki mátt vita að lánið fylgi vísitölunni.
Stóra spurningin núna er hins vegar hvernig stjórnvöld ætla að bregðast við. Munu lántakendur þurfa að greiða afborganir verðtryggðra lána sinna um næstu mánaðamót? Munu stjórnvöld koma í veg fyrir að lánveitendur innheimti þau líkt og áður eins og ekkert hafi í skorist? Munu stjórnvöld grípa til aðgerða til að flýta megi endurgreiðslu verðbóta á verðtryggð lán neytenda eða láta þetta malla svona eitthvað inn í framtíðina? Ríkið í gegnum ýmsar lánastofnanir sínar spilar stórt hlutverk í þessu og þarf að bregðast við.
Nú eða ekki.