Hvað verður um allan peninginn okkar?

Hvað verður um peningana sem ríkisstjórnin var að deila út? Hver fær þessa 80 milljarða?
Það sem málið snýst um er að ríkissjóður kaupir hluta af útlánum fjármálastofnana og borgar fyrir það annars vegar með núverandi skatttekjum og hins vegar með framtíðarskatttekjum. Hver einasta króna fer því beint í bankann sem ríkisstjórnin segir þó að fjármagni dæmið! Ekki króna afskrifuð hjá almenningi. Bankanum greitt allt sitt upp í topp - úr ríkissjóði.
Í stuttu máli: Íslensk fjármálafyrirtæki voru rétt í þessu að fá 80 milljarða króna inn á reikningana sína sem eru án vafa stærsta peningamillifærsla frá skattgreiðendum til fjármálafyrirtækja sem átt hefur sér stað á byggðu bóli. Líklega heimsmet eins og talað var um að yrði.
Hvað ætli bankar og fjármálastofnanir geri við milljarðana sína?
Ekki láta þau þá liggja vaxtalausa í bankanum?
Verður ekki að lána einhverjum þá og láta hjólin snúast?
Taka annan snúning á þessu.
Við hljótum að geta borgað meira.