Niðurstaða reikniverks míns gamla félaga, Tryggva Þórs Herbertssonar, á stóru millifærslunni er skýrari en maður þorði að vona. Það á sem sagt að dæla hátt í hundrað milljörðum króna úr ríkissjóði inn á útlánsreikninga fjármálastofnana, mest á lán þeirra sem mesta hafa á milli handanna og minnst til hinna. Fyrir síðari hópinn mun millifærslan hvorki dekka lækkun vaxtabóta né hækkun matarskatts. Þetta kom glögglega fram í máli Halldórs Benjamíns Þorbergssonar, sérfræðings í skuldskeyttum lánum (?) sem annaðist kynningu á millifærslunni fyrir ríkisstjórnina í dag.
Það er hlegið í bankanum í dag.