Skuldastaða Reykjanesbæjar er grafalvarleg og gæti ógnað fjárhagslegu sjálfstæði bæjarfélagsins. Þetta á sér langan aðdraganda óstjórnar og óreiðu lengst af undir forystu Árna Sigfússonar og sjálfstæðismanna. Nú er ný bæjarstjórn undir forystu Kjartans Más Kjartanssonar nýs bæjarstjóra tekin við óreiðunni og hefur hafist handa við að glíma við að ná utan um stöðuna.
Flokkurinn hefur svo auðvitað tryggt gamla bæjarstjóranum starf á vegum ríkisins.
Það þarf ekki að spyrja að því.