Stjórnvöld fara með sannleikann líkt og takmarkaða auðlind sem beri að fara sparlega með. Því er öðruvísi farið með norska embættis- og stjórnmálamenn.
Það er sem sagt komið í ljós að því var logið að okkur öllum, þingi og þjóð, að norsku vélbyssurnar hafi verið vinargjöf norskur þjóðarinnar til frændfólksins á Íslandi. Íslenskir stjórnmálamenn og vinnumenn þeirra hafa enn og aftur runnið til á hálu svelli lyginnar. Það sama virðist eiga við um fleiri ef marka má þessa frétt.
Almennt séð finnst mér að pólitískir embættismenn sem staðnir eru að því að ljúga að fólki eigi skilyrðislaust að víkja úr starfi. Ekki síst ef þeir eru starfsmenn dómsmálaráðuneytisins þar sem sannleikurinn ætti öðrum stöðum fremur að vera heimilisfastur.
En það er nú eins og það er …