Enginn maður er jafn misskilinn og forsætisráðherra Íslands. Það er eins og allir misskilji allt sem hann segir. Ekki nóg með það. Heldur er allt sem aðrir segja rangt á meðan hann einn fer með rétt mál. Það getur aldrei endað vel að slíkur misskilningur sé ríkjandi á milli þjóðarinnar og leiðtoga hennar.
Á myndinni hér fyrir ofan má sjá þrjár fréttir af vef mbl.is, tvær um hinn endalausa misskilning og rangfærslur og ein um minni hagvöxt en ráðherrann heldur fram að sé. Sem er líka örugglega misskilningur eða lygi.
Það verður annaðhvort að skipta um þjóð eða forsætisráðherra.