Takmarkalaus heift.

Tveir fullorðnir karlmenn, annar þeirra forsætisráðherra Íslands og hinn vinur hans á Stöð 2 skemmtu sér konunglega í sjónvarpinu í gær.
Vinurinn festi myndavél á forsætisráðherrann þegar sá síðarnefndi fór í hádegismat í vikunni. Útkoman var svo sýnd á Stöð 2. Þar mátti m.a. sjá forsætisráðherra kasta pílum í mynd af Jóhönnu Sigurðardóttur forvera sínum í ráðuneytinu.
Þeir hlógu mikið vinirnir.
Þvílík heift.
Þvílík skömm.

Comments

Grétar Ómarsson's picture

Ertu endanlega búinn að tapa glórunni?. Þetta var grín, 

Átti Sigmundur Davíð að verða rosa fúll yfir þessu í beinni útsendingu og labba út? eða hélstu virkilega að Sigmundur Davíð hefði verið með myndavél á sér.

Hann fékk fleiri atkvæði en þú í kosningunum og komst þannig í þá stöðu að verða forsætisráðherra en þú fékkst ekki eins mörg atkvæði og þess vegna hefur þú ekki lengur aðgang að alþingi.

það þýðir að fólk hefur margfallt meiri trú á honum en þér þrátt fyrir að þú hafir haft alla möguleika á að sanna tilveru þína á síðasta kjörtímabili.

Ef menn standa sig ekki í starfi eru þeir reknir og þú varst rekinn af alþingi 

Sættu þig við það og reyndu nú að losa þig við þann biturleika sem í þér býr. Þú varst rekinn af alþingi af þínu fólki fyrst og fremst, ertu ekki að fatta það ennþá?.

 

Eydís Hörn Hermannsdóttir's picture

Grétar Ómarsson, Sigmundur Davíð tróð sér fremst á lista í kjördæmi þar sem framsóknarflokkur kom vel út og atkvæðin vega þyngra vegna þess að hann hefði ekki átt séns á höfuðborgarsvæðinu þar sem hann býr. Hverjir hafa trú á honum?